Til á lager
Flokkar: ProClima, Extoseal og Naideck
Lýsing:
Pro clima Extoseal Encors er mjög teygjanlegt bútýlgúmmí sem er loft og vatnsþétt. Það er oftast notað til að þétta í kringum gluggasyllur, hurðarþröskulda eða hvaða svæði þar sem vatn getur komist að. Mikil mýkt Extoseal Encors gerir það að verkum að auðvelt er að móta það í kringum td glugga.
Extoseal Encors mun festis við allar gerðir Pro Clima dúkana sem og límbönd og loftþétta fylgihluti. Það festist einnig við heflaðan við, málaðan við, harðplast, málm, harðviðarplötur (td spónaplötur, OSB , krossviður , MDF), trefja einangrunarplötur, steypu og allar tegundir af gifsi og ópússuðu múrverki. mælum með að nota Tescon primer á alla steinflöt.
Allir fletir verða að vera nægilega þurrir, hreinir og lausir við vatnsfráhrindandi efni eins og fitu og sílikon. Steinsteypa og gifsfletir skulu vera traustir, ekki mikið sandaðir og eða laus í sér